Melissa McCarthy hefur lést um 34 kg

Leikkonan Melissa McCarthy (50) prýðir forsíðu InStyle í aprílútgáfu blaðsins. Melissa, sem hefur lést um 34 kg á undanförnum árum, hefur sjaldan litið betur út.

Í viðtalinu við InStyle segir Melissa frá því að hún er búin að vera að taka upp seríuna Nine Perfect Strangers, ásamt Nicole Kidman, í Ástralíu. Hún segist ELSKA Ástralíu:

„Ég er tengd Ástralíu á hátt sem ég átti engan veginn von á. Ég gæti alveg búið hérna það sem eftir er. Það eru allir svo vinalegir. Ég er bara stelpa frá LA og þar vill enginn spjalla. Hérna er ég í matvörubúð og ég er alltaf að spjalla. Kem heim eftir búðina og hef spjallað við 15 manns,“ sagði Melissa.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here