„Mér líður eins og mér hafi mistekist“

Aðeins tveimur vikum eftir að hún kláraði skilnaðinn við Bruce Jenner mætti Kris Jenner í viðtal þar sem hún tjáði sig um þessi sambandslit.

„Ég ætlaði að vera hamingjusöm það sem eftir væri og þegar það gengur ekki verður maður rosalega leiður,“ sagði hún í viðtali við Giuliana Rancic.

„Mér líður eins og mér hafi mistekist því ég vildi að þetta samband myndi endast alla mína ævi. Svo varð mér ljóst að svo yrði ekki og þá vil ég bara það næstbesta í stöðunni og það er frábær vinátta,“ sagði Kris jafnframtog bætir við: „Þú eyðir ekki 25 árum af lífi þínu með einhverjum og gengur svo bara í burtu og segir Ég vil ekki tala við þig lengur.“

Kris segist alveg vilja verða ástfangin aftur: „Mér finnst ekkert betra en að vera ástfangin og það væri æðislegt að upplifa það aftur.“

 

SHARE