Merkilegt: Ákjósanlegt vaxtarlag kvenna gegnum aldirnar

Talandi um útlitsdýrkun; þá hatrömmu baráttu kvenna að lifa sáttar í eigin skinni – oft þvert á kröfur samtímans. Svo einfalt og auðvelt sem það kann að vera að skella skuldinni á nútímann og eyðileggjandi áhrif myndvinnsluforrita sem vissulega hafa unnið ófyrirgefanlegt tjón á sjálfsmynd ófárra kvenna, er sannleikurinn sá að öldum saman hefur þótt móðins að vera ýmist grannvaxin eða íturvaxin kona.

Egyptar voru þannig hugfangnir af grannvöxnum konum en Grikkir kusu ávalar línur. Fransmenn vildu hafa þær þrýstnar og svo komu korselettin með Viktoríutímanum. Annar áratugur síðustu aldar snerist um drengjalegan vöxt, smávaxin brjóst og vei þeim konum sem voru í holdum.

Því næst kom gullöld Hollywood og nú áttu allar konur að vera 90 – 60 90 rétt eins og fröken Monroe. Þróttmikill vöxtur og þrýstnar varir einkenndu áttunda áratuginn þegar fyrstu súpermódelin stigu fram og svo tóku lýtaaðgerðir að tröllríða tískubransanum.

Útlitsdýrkun er ekki ný af nálinni og hefur fylgt mannskepnunni frá örófi alda, en hér má sjá skemmtilega og örlítið óhugnarlega samantekt á því hvaða vaxtarlag og útlitseinkenni hafa þótt aðlaðandi gegnum árin … athyglisvert, ekki satt?

Tengdar greinar:

„Fólk skellir bara orðunum fram og pælir ekkert í innihaldinu!“

Háerótískar og áleitnar nektarmyndir deila hart á útlitsdýrkun – Myndir

Mataræði og útlitsdýrkun

SHARE