Metsölubókin Girl Online: Nýliðinn Zoe Sugg (24) skákar sjálfri J.K. Rowling

Hún kann að vera einungis 24 ára gömul, en breski rithöfundurinn Zoe Sugg, betur þekkt undir gælunafninu Zoealla, trónir á toppi breskra metsölulista eftir útgáfu fyrstu skáldsögu sinnar, Girl Online, og er einn farsælasti útgefni rithöfundur Bretlands frá því að J.K. Rowling steig fram á sjónarsviðið með ævintýrið um Harry Potter og félaga.

.

zoella_3118685b

.

Zoe er ekki ókunn sviðsljósinu en hún hefur um langt skeið gefið út myndbönd á YouTube sem fjalla um fegurð og tísku en fyrsta skáldsaga hennar, Girl Online, fjallar í stuttu máli um nafnlaust blogg 15 ára gamallar unglingsstúlku sem tekur saman við bandaríska poppstjörnu og gerir allt vitlaust fyrir misgáning þegar upp kemst um höfund bloggfærslanna.

Girl Online hefur bókstaflega flogið af hillum bóksala og sló þannig ótrúlegt met á fyrstu dögum útgáfunnar, en engin skáldsaga í sögu breskrar bókaútgáfu hefur selst hraðar en Girl Online á fyrstu vikunni. Þegar er von á framhaldi, en Zoe hefur skrifað undir áframhaldandi samning sem tryggir henni væntanlega glitrandi framtíð á sviði bókaútgáfu.

Þó voru það lifandi og raunsönn myndbönd Zoe sem tryggðu henni frægð og frama í upphafi, en þar tekur hún á málefnum á borð við átraskanir, kvíðaröskun og hvernig viðhalda má heilbrigðum lífsstíl.

Þá hefur hún ekki farið í neinar grafgötur með andúð sína á eiturlyfjum og óhóflegri neyslu áfengis sem hefur aflað henni talsverða vinsælda, sér í lagi meðal foreldra aðdáenda hennar, sem flestir eru á unglingsaldri.

Sjálf er Zoe eðlilega í skýjunum yfir viðtökum lesenda og sagði þannig nýverið í opinberri yfirlýsingu:

„Tilfinningin er hreint út sagt ólýsanleg. Ég er svo þakklát öllum þeim sem hafa keypt bókina og það er yndislegt hvað margir eru ánægðir með efnistökin. Árið hefur verið alveg ótrúlegt og ég er rétt að byrja; þessi útgáfa er bara ísingin á kökunni!”

En þó er skemmtilegasta hvatningin sú, fyrir þá sem hafa hug á að feta í fótspor Zoe, að allt byrjaði ævintýrið sjálft á einföldu bloggi og þannig sagði Zoe í viðtali við Financial Times fyrr á þessu ári:

„Ég get í raun ekki sagt að ég hafi haft nein skýr markmið eða stefnu í upphafi. Ég þorði aldrei að reikna með að ég kæmist þetta langt. Ég bjó mér bara til lítið hreiður á netinu þar sem ég skrifaði um allt það sem ég hreifst af og allt það sem ég taldi að aðrir gætu hrifist af líka.”

Metsölubókina Girl Online er að finna á Amazon en tískublogg Zoe sem skilaði henni heimsfrægð má skoða hér

Gestabækur – DIY…

Emma Watson stórglæsileg að kynna Noah – Myndir

 

SHARE