Mexíkóbaka sem slær alltaf í gegn

Stundum er ég í svona þemastuði og þá er þemað matur frá einhverjum tilteknum stað.

Þegar þemað er Mexíkó skelli ég gjarnan í þessa böku og Tja… hún er alltaf vinsæl.

Uppskrift: 

Botn: 
2 egg 
1 bolli hveiti 
½ bolli mjólk 

Mótað í eldfast mót.

Fylling: 
½ kg nautahakk eða kjötstrimlar 
1 laukur 
1 paprika 
½ bolli ólífur 
2 bréf season mix fajitas 

Brasað í potti síðan bætt út í:

1 lítill rjómaostur 
2 egg 

Sett í eldfastmót, bakað í 190-200° í 35-40 mín. 
Gott er að setja fyllinguna með skeið. 

Okkur á mínum bæ finnst rosalega gott að hafa ferskt salat með.

SHARE