Mexíkóskt kjúklingasalat með chilli

Þessi dásemd kemur frá henni lolý okkar og er topp 10 uppskrift!

Endilega skoðið síðuna hennar loly.is/

Þetta er sko salat af mínu skapi. Fullt af bragði og yndislegri áferð. Þið getið auðvitað notað hugmyndaflugið og notað uppáhalds hráefnið ykkar en þetta er mitt uppáhald.

Uppskrift:
3 kjúklingabringur
1 bref burritos krydd
1 flaska sweet chilli sósa
1 dós sýrður rjómi
1 dós maísbaunir
1 gul paprika
1 rauð paprika
1-2 avókadó
1/2 rauðlaukur
smá sítrónusafi
smá salt
tómatar
1 poki salat(uppáhalds ykkar)
1 mexíkó ostur
ferskt kóríander
2 lúkur nachos flögur(ég notaði Doritos flögur með sweet chilli pepper flavor)

Aðferð:

Skerið kjúklinginn í bita, setjið á pönnu og dreifið burritos kryddinu yfir og smá ólífuolíu og steikið kjúklinginn og blandið þessu vel saman. Þegar kjúklingurinn er steiktur í gegn, takið þá helming af sweet chilli sósuna og hellið yfir kjúklinginn og blandið vel saman, látið standa.
Takið sýrða rjómann og blandið restinni af chilli sósunni við hann og látið standa meðan þið útbúið salatið. Skerið allt grænmetið, og passið upp á að þegar þið skerið avókadóið þá er gott að dreifa smá sítrónusafa yfir og salti svo að hann haldist grænn. Skerið ostinn í bita og kóríanderið er best að rífa yfir salatið og myljið svo nachos flögurnar aðeins og dreifið yfir. Berið svo fram með góður brauði og sósunni sem þið bjugguð til úr sýrða rjómanum.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here