Mexíkóskt lasagna

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Mexikóskt lasagna.

5 mexíkóskar pönnukökur

Hakkblandan:
1/2 rauðlaukur
1 hvítlauksrif
200 grömm nautahakk
2 matskeiðar burritos eða taco kryddblanda
3/4 desilítri kalt vatn

Ostablandan:
1 desilítri rifinn ostur
1 desilítri kotasæla
1 desilítri sýrður rjómi
1 desilítri salsa sósa
1 1/2 desilítri rifinn ostur til að setja ofan á

Hægt að nota meira hakk og fleiri pönnukökur.

Aðferð fyrir Mexikóskt lasagna:

1. Merja hvítlaukinn.
2. Saxa laukinn smátt.
3. Brúna hakkið, laukinn og hvítlaukinn þangað til kjötið er eldað í gegn.
4. Hella kryddblöndunni og vatninu yfir og hræra vel.
5. Slökkva undir og geyma
6. Blanda öllu sem á að fara í ostablönduna saman í skál.
7. Þekja botninn á eldföstumóti með pönnukökum
8. Smyrja hakkblöndu yfir.
9. Þekja með pönnukökum og smyrja svo ostablöndu yfir.
10. Endurtakið og endið svo á að blanda ostasósunni og hakkinu saman ofan á síðustu pönnukökuna, þekið að lokum með rifnum osti.
11. Baka í miðjum ofni á 200 gráðum, í cirka 15 mínútur, eða þangað til osturinn er vel brúnaður.
12. Borið fram með fersku sallati og eða hvítlauksbrauði.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here