Meyjan í sumar: “Feykilega skemmtilegur félagi”

Þó Meyjan kunni að virðast feimin við fyrstu sýn, varkár og jarðbundin, býr Meyjan yfir ómældu glaðlyndi og er feykilega skemmtilegur félagi í návist þeirra sem leggja á sig þá vinnu að kafa undir rólyndislegt yfirborðið og gægjast inn í líflega sál Meyjunnar. Fólk fætt undir þessu stjörnumerki býr yfir óþreytandi þörf fyrir ákveðna fullkomnun en tekur síður frumkvæði að nánari kynnum.

Erótíkin verður allsráðandi síðsumars, nýjir vinir skjóta upp kollinum; í stuttu máli má Meyjan eiga von á sjóðheitum upplifunum í svefnherberginu meðan sólin er enn hátt á himni.

Í návist þeirra sem Meyjan treystir, sýnir hún fram á fallega jarðbundið eðli sitt og nær óseðjandi lyst fyrir holdlegar nautnir. Það er ekki auðvelt að svipta Meyjunni af fótum sínum og Meyjunni er meinilla við að láta stjórnast af hvatvísislegum upplifunum. En þegar Meyjan á annað borð verður ástfangin, kemur nærgætið og alltumvefjandi, elskandi eðli Meyjunnar í ljós. Meyjan myndi fúslega ganga á heimsenda fyrir ástvini sína og ver sína nánustu með kjafti og klóm.

 

Ágústmánuður verður einhleypum Meyjum sérstaklega hagstæður og jafnvel glittir í ný ástarævintýri, dýpri vináttutengsl og ástríðufull kynni.

 

Fallega sumarið fer rólega af stað í einkalífi Meyjunnar. Þó lofar upphafið góðu, því þó júní og júlí verði í rórri kantinum mun orka ástarinnar blossa upp af fullum krafti í byrjun ágúst og fela í sér nánari tengsl ástvina. Ágústmánuður verður einhleypum Meyjum sérstaklega hagstæður og jafnvel glittir í ný ástarævintýri, dýpri vináttutengsl og ástríðufull kynni. Erótíkin verður allsráðandi síðsumars, nýjir vinir skjóta upp kollinum; í stuttu máli má Meyjan eiga von á sjóðheitum upplifunum í svefnherberginu meðan sólin er enn hátt á himni.

Þær iðnu og dugsömu Meyjur sem hafa unnið hörðum höndum að markmiðum sínum mega eiga von á stöðuhækkun, endurgreiðslu eða auknum tekjum. 

Síðustu mánuðir ársins 2013 og upphaf ársins 2014 voru annasamir í lífi hinnar dæmigerðu Meyju, sem hefur streðað í átt að árangri og uppskeru sem loks nú er að vænta. Glæstar vonir Meyjunnar um aukinn stöðugleika í hagnýtum málefnum eru nú loks farnar að bera ávexti og það er sem hækkandi sól á himni feli í sér ákveðin svör, sem flest eru Meyjunni í vil. Þær iðnu og dugsömu Meyjur sem hafa unnið hörðum höndum að markmiðum sínum mega eiga von á stöðuhækkun, endurgreiðslu eða auknum tekjum. Bravó, þú iðna Meyja, sem aldrei fellur verk úr hendi, þinn tími er kominn!

Hafir þú unnið hörðum höndum að auknum árangri, leikur ekki nokkur vafi á því að þú munir uppskera duglega.

Allt sem fellur þér í skaut á komandi sumri, kæra Meyja, er ekki undir dyntum örlaganornanna komið heldur þínum eigin dugnaði. Hafir þú unnið hörðum höndum að auknum árangri, leikur ekki nokkur vafi á því að þú munir uppskera duglega. Sú hamingja sem þú átt í vændum er tilkomin vegna dugnaðar og ákveðni. Þú heldur vel um eigið líf og átt ljúfan ágústmánuð í vændum.

Skoða önnur merki HÉR

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here