Idina Menzel ásamt Michael Bublé eiga sennilega fegursta jólasmell ársins, en gullbarkarnir tóku höndum saman og endurgerðu þau hina gullfallegu ballöðu Baby It’s Cold Outside. En í stað þess að birtast í myndbandinu sjálf, taka tvö dásamleg börn á grunnskólaaldri sporið:

 

anigif_mobile_062890a5641230b19e2de9e825ce0a83-7

 

Myndbandið gerist í hrífandi anddyri á gömlu hóteli, en allir starfsmenn hótelsins og húsgögnin sjálf eru í smækkaðri mynd. Textinn, sem í upprunalegri mynd er örlítið djarfari, hefur verið lagaður að öllum aldurshópum og er því jólasmellur ársins í hlýlegri og fjölskylduvænni kantinum.

 

anigif_mobile_44c1ed2154f0a7dcb7ddc88d40958544-0

 

Gullfalleg og heillandi útgáfa af gömlum og rómantískum smelli! 


SHARE