Michael Douglas og Catherine Zeta-Jones hætt við að skilja!

Við heyrðum af því í sumar að Michael Douglas og Catherine Zeta-Jones væru að skilja.  Þau virðast hafa leyst úr sínum málum og eru að taka saman aftur.  Michael var staddur í New York á frumsýningu nýjustu myndar sinnar Last Vegas þegar hann fékk mikilvægt símtal eins og hann orðaði það.  Catherine Zeta vildi óska honum góðs gengis á rauða teppinu en gerði sér ekki grein fyrir að hann væri mættur á svæðið.  Hún fékk fyrirspurnir hvers vegna hún væri ekki með honum, svarði hún að hún vildi ekki láta samband þeirra skyggja á frumsýningu nýjustu myndar Michael´s  Það gengur greinilega betur hjá þeim þessa dagana og ætlar fjölskyldan að halda uppá Þakkagjörðahátíðina saman.

 

SHARE