Michael Douglas og Catherine Zeta-Jones skilin

Leikarahjónin Michael Douglas og Catherine Zeta-Jones eru skilin að borði og sæng samkvæmt heimildum People.com, og lítur út fyrir að 13 ára hjónaband þeirra sé að ljúka.

Michael, 69 ára og Catherine, 43 ára hafa ekki sést saman síðan í apríl og eru þau viljandi að eyða tíma aðskilin. Heimildarmenn segja að barátta Michael við krabbamein og Catherine við geðhvörf, hafi reynt mikið á hjónabandið.

Enn sem komið er hefur hvorugt þeirra sótt formlega um skilnað en þau eiga tvö börn, 13 ára og 10 ára.

SHARE