“Michael Jackson var barnaníðingur” – Wade Robson segist hafa verið að ljúga í réttarhöldunum

Wade Robson, sem sumir muna eftir frá réttarhöldum yfir Michael Jackson þar sem hann var sakaður um barnamisnotkun árið 2005. Wade Robson varði Michael alla tíð og sagði að hann væri svo sannarlega ekki barnaníðingur. Nú hefur hann hinsvegar breytt um stefnu og hefur komið fram og sagt frá því að Michael hafi misnotað hann frá því hann var 7 ára og til 14 ára aldurs.

Afhjúpunin átti sér stað í vikunni þar sem Wade settist niður í the Today show og talaði við Matt Lauer um reynslu sína af Michael. Í viðtalinu talar Wade um að hann hafi alla tíð munað eftir því hvað Michael gerði sér en að Michael hafi heilaþvegið hann allan þennan tíma. Wade sagði í réttarhöldum gegn Michael árið 2005 að Michael Jackson hefði aldrei misnotað hann. Í dag segir Wade að Michael hafi sagt honum hvað hann ætti að segja.

Wade talar um að eftir að sonur hans fæddist hafi hann orðið að koma fram og segja sannleikann. Fjölskylda og fyrrverandi lögfræðingar Michael Jackson segja að þetta sé ekkert annað en peningagræðgi í manninum og að þetta sé bæði sorglegt og ljótt. Hér fyrir neðan getur þú séð viðtalið. Hverju trúir þú?

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here