Mick Jagger á von á 8. barni sínu

Rolling Stones söngvarinn Mick Jagger (73) á von á barni með kærustu sinni ballerínunni Melanie Hamrick (29) og mun þetta verða 8. barn Jagger. Hann á einnig 5 barnabörn og 1 langafabarn, en hann lætur þessa meðgöngu ekkert á sig fá og styður kærustu sína til fulls.

Sjá einnig: Skandall: Stjörnurnar í svörtu bók madömmunnar

Hin ameríska Melanie er mjög ánægð með að vera ófrísk og hún getur ekki beðið eftir að sjá Mick sinna föðurhlutverkinu aftur. Hún hefur sínar ákveðnu hugmyndir um hvernig hún vill lifa lífinu og hvernig hún vill ala upp barn.

Parið sást fyrst saman í faðmlögum á hótelsvölum í Zurich árið 2014, en Melanie hefur ekki í hyggju að flytjast til Bretlands á næstunni, en Mick er staðráðinn í því að styðja kærustuna og er hann í hugleiðingum um hvort hann muni flytjast til Los Angeles eða til Connecticut til þess að vera nær fjölskyldu hennar.

Sjá einnig: Kærasta Mick Jagger fannst látin

3700057B00000578-3731056-image-m-2_1470734898849

3700012E00000578-3731056-image-m-9_1470735327014

3649CAB300000578-3691150-image-a-47_1468542177961

3649CAB700000578-3691150-image-a-11_1468539154658

3649D83600000578-3691150-image-a-20_1468540103737

365089E100000578-3691150-image-m-9_1468606138436

SHARE