„Mig langar að líða betur“ – Þór svarar lesanda

Lesandi spyr:

Ég er búin að lesa nokkra pistla frá þér á Hun.is og hef hugsað í smá tíma að senda þér póst, það sakar líklegast ekki að prófa.

Mig langar að líða betur. Ég veit ekki alveg hvernig mér líður sem er frekar óþægilegt en ég veit að mér líður ekki nógu vel. Ég veit ekki hvort það tengist sambandinu sem ég er í en ég er búin að vera í sambandi með manni í nokkur ár og ýmislegt hefur komið uppá þar sem ég á erfitt með að jafna mig á, ég næ bara ekki að átta mig á því hvort vanlíðan tengist sambandinu/honum eða hvort þetta er alfarið ég. Ég hef stundum hugsað hvort ég væri ánægðari án hans en næ ekki að komast neitt áfram, mér finnst ég vera hálfpartin föst. Ég næ ekki að átta mig fullkomlega á þessari vanlíðan.

 

Þór svarar:

Þú ert afskaplega trygglynd manneska og vinnur 110% í vinnunni þótt þú skilir jafnmiklu og vel á innan við 90% afköstum en það tefur þig að „dobbletékka“ allt sem fer um borðið hjá þér rétt eins og allt sé morandi í villum.

Varðandi sambandið þá getur þú fyrirgefið smá yfirsýnir svo sem skemma þvottinn í þvottavélinni með mislitum þvotti í suðu en traust þitt við makann er 100% og sé sá trúnaður rofinn eins og í þinu tilfelli þá getur þú ekki fyrirgefið slíkt og það þjónar litlum tilgangi að hökkta áfram og reyna að sparsla í glufurnar, þær opnast alltaf aftur.

Þú verður sjálf að fara á eintal sálarinnar þinnar og finna út hvað sé best fyrir þig m.v.ofangreint. Óttaköstin sem þú færð af og til eru tengd þessu.

Vænti svars frá þér hvernig þér gangi

Bkv

þg

 

Hægt er að senda fyrirspurnir á Þór á netfangið thor@hun.is


SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here