Mikilvægi svefns

Stelpurnar á Nude Magazine gefa okkur góð ráð til þess að öðlast góðan nætursvefn:

Sleep-Well

1. Hafðu góða reglu á svefnvenjunum og farðu að sofa og vaknaðu á sama tíma á hverjum degi. Þegar líkaminn er kominn í vana ertu fljótari að sofna á kvöldin og átt auðveldara með að vakna á morgnana. Reyndu eftir bestu getur að halda þig við sama plan um helgar.

2. Forðastu að borða áður en þú ferð að sofa, sérstaklega hveiti og sykur. Meltingarkerfið er í gangi alla nóttina ef þú borðar rétt fyrir svefninn og líkaminn á þ.a.l. erfiðara með að hvílast vel og slappa af.

3. Sofðu í eins miklu myrkri og mögulegt er. Smá ljós getur truflað mikið svo vertu með svefngrímu ef til þarf. Gerðu svefnherbergið að algjörum griðastað og ekki hafa neitt þar inni sem stressar þig. Hafðu ljósið líka í lágmarki ef þú ferð á klósettið á næturnar.

4. Hreyfðu þig reglulega. Að stunda einhvers konar hreyfingu í a.m.k. 30 mínútur daglega hjálpar mikið við svefn. Ekki æfa samt rétt fyrir svefn því það gæti haldið fyrir þér vöku.

5. Farðu í heitt bað, sturtu eða gufu fyrir svefninn. Þegar líkamshitinn er hækkaður svona seint á kvöldin á líkaminn mun auðveldara með að sofna.

6. Settu vinnuna til hliðar allavega klukkutíma (helst 2+) áður en þú ætlar þér að sofna. Hugurinn fær þá tíma til að slappa af og þú ferð róleg að sofa en ekki hugsandi um það sem þú þarft að gera í vinnunni í fyrramálið.

7. Ekki horfa á sjónvarpið rétt áður eða á meðan þú sofnar. Sjónvarpsgláp er örvandi fyrir heilann og það mun taka þig lengri tíma að sofna. Forðastu að hafa sjónvarp í svefnherberginu.

Lestu greinina í heild sinni hérna.

Tengdar greinar:

Átt þú við svefnvandamál að stríða?

Hvað gerir svefn fyrir andlit þitt? – Myndband

Matur sem getur skemmt fyrir þér nætursvefninn

SHARE