Mila Kunis (32) og Ashton Kutcher (38) hafa ákveðið að stækka aðeins við fjölskyldu sína. Fyrir á parið dótturina Wyatt Isabelle, sem er aðeins 20 mánaða gömul, en heimildarmaður þessa fregna segir að það lýsi hreinlega yfir Ashton þegar minnst er á dótturina og nýja erfingjann.

Sjá einnig: Dóttir Ashton Kutcher og Mila Kunis er algjört æði

Ashton og Mila giftu sig í laumi síðasta sumar, eða þegar Wyatt var aðeins 9 mánaða gömul. Mila hefur talað um það að móðurhlutverkið hefur breytt lífi hennar mjög mikið. Hún segir að áður fyrr hafi hún verið sjálfselsk, en þó ekki á slæman máta. Hún hafði þó loksins komið á þann stað í lífinu að hana langaði til að vera minna sjálfselsk og þegar hún varð móðir, áttaði hún á sig á því hversu ótrúlega ósjálfselsk hún vildi í raun vera.

 

35555B2500000578-3644005-image-a-19_1466057986528

 mila-kunis-ashton-kutcher-wyatt-kutcher-4

SHARE