Mila Kunis tímir ekki að vera með trúlofunarhringinn

Mila Kunis þorir ekki að vera með rándýra Tiffany’s trúlofunarhringinn sinn sem Ashton Kutcher eiginmaður hennar færði henni. Hún geymir hann í öryggishólfi, en keypti þess í stað 10.000 króna einfalda giftingarhringi fyrir sig og eiginmanninn frá Etsy.

Sjá einnig: Mila Kunis og Ashton Kutcher eiga von á öðru barni sínu

Ég get ekki verið með trúlofunarhringinn minn vegna þess að það á einhver eftir að höggva af mér hendina. Þess vegna er hann í öryggishólfi.

Hugmyndin á bak við ódýrari hringana var að hún vildi ekki að giftingarhringurinn myndi skyggja á fegurð trúlofunarhringsins, en eins og margir vita, þá bera sumir trúlofunarhringinn og giftingarhringinn saman á fingri.

Ashton og Mila eiga nú von á sínu öðru barni saman, en þau hafa verið gift frá því í júlí í fyrra. Þau hittust fyrst  þegar þau léku saman í That 70´s Show árið 1998, en á þeim tíma var engin rómantík í loftinu á milli þeirra.

Sjá einnig: Dóttir Ashton Kutcher og Mila Kunis er algjört æði

36FE27D100000578-3728727-image-a-35_1470627354105

36FE96D100000578-3728727-image-a-17_1470633532984

36FE96D900000578-3728727-image-a-18_1470633592201

SHARE