Miley Cyrus (26) kom með tilkynningu í gær á Instagram síðu sinni. Hún skrifaði „I’m 4 months sober“ eða „Ég hef verið edrú í 4 mánuði“.

Miley segir líka að henni hafi aldrei liðið betur og segir að það sjáist á henni. Hún hefur verið mjög opin með það að hún hafi notað áfengi og vímuefni og skrifaði einmitt lagið „We can’t stop“ um það. Í laginu syngur hún um að dansa undir áhrifum „molly“ og fá sér línu inni á baðherbergi.

Sjá einnig: Er Liam kominn yfir Miley?

Eins og margir vita skildi Miley við eiginmann sinn, Liam Hemsworth, í sumar og fór þá að hitta Kaitlynn Carter. Hún er þó í dag að hitta vin sinn til margra ára Cody Simpson (22). Þau hafa bæði sagt að þau séu tilbúin að hætta að djamma og fara að lifa heilbrigðu lífi.

SHARE