Miley Cyrus – Ég lifi ekki eðlilegu lífi

Miley Cyrus sagði í viðtali við breska tímaritið Sunday People að líf hennar væri í mikilli óreiðu. Miley hefur verið milli tannanna á fólki eftir atriði hennar á VMA verðlaununum. Hún þótti heldur djörf á sviðinu en það má eflaust deila um það. Fólk hefur til dæmis velt upp þeirri spurningu af hverju Robin Thicke fékk ekki álíka gagnrýni og Miley fyrir atriði þeirra.

Miley sagði að hún væri vinnualki og að líf hennar snerist að mestu leiti um tónlist. Hún viðurkennir að það sé ekki endilega af hinu góða að líf hennar snúist að mestu leiti um tónlist og segist eiga við ýmis vandamál að stríða. Hún segir að fólk eigi það til að gera misgáfulega hluti þegar líf þeirra er í algjörri óreiðu.

“Ég lifi ekki eðlilegu lífi. Það eina sem ég geri er að vinna. Fólk dáist af mér vegna þess að ég get sofið lítið, ég þarf bara 45 mínútna svefn, ég er vön því.”

Miley fór nýlega í myndatöku fyrir tímaritið Notion Magazine. Myndirnar hafa vakið þónokkra athygli eins og allt annað sem Miley tekur sér fyrir hendur. Hér má sjá myndirnar:

 

SHARE