Miley Cyrus lögð inn á spítala og Beyonce í tónleikaferðalag með Jay-Z

Miley Cyrus var lögð inn á spítala á þriðjudaginn eftir að hún fékk slæm ofnæmis viðbrögð vegna sýklalyfja. Söngkonan átti að syngja á tónleikum sama kvöld í Kansas en þeim var frestað þar sem læknar ráðlögðu henni að hvíla sig. Miley birti mynd af sér í sjúkrahúsrúmi á Twitter þar sem hún bað aðdáendur innilegrar afsökunar fyrir að geta ekki sungið það kvöldið.

Screen Shot 2014-04-16 at 10.24.56

Svo virðist sem draumur margra muni mögulega rætast í sumar en ofurhjónin Beyonce og Jay-Z ætla saman í tónleikaferðalag um Bandaríkin. Heimildir fregna að þau muni stoppa í New York á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna til að halda tónleika og muni halda tónleika á 19 öðrum stöðum um landið.  Ekkert hefur verið staðfest enn en vefsíðan PageSix.com greindi frá þessu í gær.

beyonce-tour-2014

SHARE