Miley kynnir verðlaunin sín fyrir sínum helsta kosti: tungunni.

Ein af uppáhalds iðjum Miley Cyrus virðist vera að níðast á dauðum hlutum.

Eftir að hafa gert allt vitlaust á VMA tónlistarhátíðinni þá veit ég ekki hvort að stelpan er búin að missa vitið eða einfaldlega með bráðsnjallan umboðsmann vegna þess að það vita hreinlega allir hver Miley er, eða allavega næstum allir.

Næst á eftir kom myndbandið Wrecking ball, þar sem að stálkúla ein kom mest við sögu. Það er þó allavega öruggt að Miley fékk járnskammtinn þann daginn.
Maður spyr sig einfaldlega hverju tekur Miley næst upp á til að hneyksla heiminn. Ég væri þó til í að hafa upp á númeri umboðsmannsins hennar og benda honum góðfúslega á að kannski væri sniðugt að heilla okkur frekar með góðri tónlist, en kannski er ég bara svona skrýtin?

SHARE