Miley Cyrus sögð „hálf flökurt“ yfir trúlofun föður síns

Við vissum að það myndi ekki taka langan tíma þar til Miley Cyrus kæmist að því að faðir hennar Billy Ray Cyrus hafi trúlofast hinni 34 ára gömlu söngkonu, Firerose. Og samkvæmt vinum er Miley allt annað en sátt með föður sinn.

Í október síðastliðnum staðfesti hinn 61 árs gamli Billy Ray Cyrus trúlofun sína við Firerose þegar hann birti mynd af þeim á Instagram. Á myndinni flaggaði hún demantshringnum sínum á meðan hún faðmaði „Achy Breaky Heart“ söngvarann. Trúlofunarslúðrið kom Miley Cyrus úr jafnvægi og þá sérstaklega að hún hafi komist að þessu í gegnum slúðurblöð. „Miley var þegar hneyksluð og pirruð yfir því að Billy Ray og Firerose væru að hittast,“ er haft eftir nánum vini hennar. „ Og nú þegar hann er búinn að trúlofast þessari stúlku, er pirringurinn kominn uppá annað stig og er eins og blaut tuska í andlit Miley.

Samkvæmt vini Miley hefur hún alltaf verið náin móður sinni, Tish Cyrus. Og bjóst hún alltaf við að Billy Ray og Tish myndu ná saman aftur þrátt fyrir skilnaðinn. Þar sem Billy Ray Cyrus er nú trúlofaður Firerose og virðist yfir sig ástfanginn er möguleikinn á því að hann nái saman við Tish algjörlega úr myndinni. „Hún er að velta því fyrir sér hvort hann sé bara algjörlega ófær um að þroskast og hefur tekið það erfiða val að fjarlægja sig frá honum,“ sagði vinur hennar

Í augnablikinu talar hún ekki við föður sinn og svona rifrildi „gæti aldrei gróið,“.

Instagram will load in the frontend.

.

Instagram will load in the frontend.

Sjá einnig:

SHARE