Minningarjakki Lofts Gunnarssonar í bígerð

Loftur Gunnarsson, útigangsmaður, kúnster og öðlingsdrengur, hefði orðið 35 ára gamall í dag. Af því tilefni hefur Minningarsjóður Lofts hrint af stað allsérstæðri fjáröflun á Karolina Fund svo endurgera megi hermannajakka Lofts, sem var aðalsmerki drengsins með gullhjartað meðan hann lifði.

Loftur, sem hefði fagnað 35 ára afmælisdegi sínum í dag, var auðþekkjanlegur á hermannajakkanum sem hann hélt tryggð við gegnum árin. Þannig fékk hann Nonna í DEAD til að handgera silkiþrykk á jakkann og persónugerði flíkina, sem nú á að endurgera.

Sjálf framleiðslan, fáist nægt fjármagn, verður framleiddur í dömu- og herrastærðum og tekur verður eins nákvæmt mið af frumgerðinni og mögulegt er, en allur ágóði af verkefninu fer í að bæta aðbúnað útigangsmanna í Reykjavík.

Jakkinn verður framleiddur í bæði dömu- og herrastærðum en hér má líta frumgerðina augum:

1410456951623screencapture

Minningarsjóður Lofts hefur þegar lagt góðu málefni lið, en sjóðurinn veitti fjármagn til kaupa á 20 nýjum rúmum í Gistiskýlið í Þingholtsstræti árið 2014 og í byrjun næsta árs festi sjóðurinn kaup á 8 rúmum í Konukot fyrir þá fjármuni sem höfðu safnast.

Teymið að baki hönnun og verkefninu sjálfu eru þau Ellen Ágústa Björnsdóttir sem er verkefnisstjóri en hönnuðir eru þeir Gunni Hilmarsson, betur þekktur sem Gunni í GK og Brandur Gunnarsson.

Ráðist verður í framleiðsluna ef markmið fjáröflunar á Karolina Fund næst, en 4000 evrur eða um 615.000 krónur þarf til að hrinda hönnun og hugmynd í framkvæmd. Enn eru 56 dagar til stefnu og hafa 183 evrur eða 28.000 íslenskar krónur verið lagðar til styrktar Minningarsjóðnum og hönnun hermannajakkans.

Karolina Fund síðu Lofts er að finna HÉR

Heimasíðu Minningarsjóðs Lofts Gunnarssonar má skoða HÉR

SHARE