Miranda með lag á toppi vinsældalista

Miranda Lambert talar um hjartasorg og bata í nýrri færslu sinni á Instagram í vikunni. Hún og Blake Shelton skildu á seinasta ári en hún eignaðist líka nýjan kærasta, Anderson East.

Sjá einnig: Þessi hættu saman árið 2015

„Seinasta ár hefur verið litað af hjartasorg og bata… Að læra að vera heiðarleg. Að sætta mig við galla og fagna brosunum. Að finna frið á dimmum stöðum…. Að eiga augnablik,“ skrifar Miranda. Hún skrifar líka að hún hafi horfst í augu við ótta og tilfinningar, fór að teikna og semja tónlist því tónlistin hafi lækningarmátt. Miranda er með lag á toppi vinsældalista og hefur greinilega fengið uppreisn æru eftir skilnaðinn.

 

SHARE