Misgáfulegar spurningar og svör um óléttu

Þessar spurningar og svörin við þeim eru af hinum ýmsu síðum um meðgöngu og fæðingar. Þetta er alveg með ólíkindum!

 

Spurning: Ætti ég að eiga barn eftir 35?

Svar: Nei, 35 börn er alveg nóg

Spurning: Hver er algengasta þörfin (craving) sem konur hafa á meðgöngu?

Svar: Að karlmenn væru þeir sem ganga með börnin

Spurning: Hvaða aðferð er sú áreiðanlegasta þegar kemur að því að sjá af hvoru kyninu barnið er?

Svar: Fæðing

Spurning: Því óléttari sem ég verð, því meira brosa ókunnugir til mín. Af hverju er það?

Svar: Af því þú ert að verða feitari og feitari

Spurning: Konan mín er ólétt og svo skapstygg að það jaðrar við að hún sé með óráði

Svar: Hver er spurningin þín?

 

Spurning: Konan sem ég fór á fæðingarnámskeið hjá sagði að það sem ég finn fyrir í fæðingunni sé ekki beint sársauki, heldur þrýstingur. Er það rétt?

Svar: Já, jafn rétt og að segja að hrifilbylur sé bara loftstraumur

 

Spurning: Hvenær er besti tíminn til að fá mænudeyfinguna?

Svar: Rétt eftir að þú kemst að því að þú ert ólétt

 

Spurning: Er einhver ástæða fyrir mig til að vera inni á stofunni hjá konunni minni á meðan hún er með hríðir?

Svar: Nei nei, ef þú ert alveg til í að borga meðlag, þá ættirðu endilega að sleppa því að vera hjá henni.

 

Spurning: Er eitthvað sem ég ætti að forðast eftir að ég er búin að eiga?

Svar: Já, að verða ólétt

 

Spurning: Við eignuðumst barn í seinustu viku. Hvenær mun konunni minni fara að líða og vera eins og venjuleg aftur?

Svar: Þegar krakkarnir eru komnir í framhaldsskóla

 

 

Tengdar greinar: 

Hvað finnst honum um ólétta líkamann þinn í raun?

Ólétta konan mín í GIF myndum

Láta dóttur sína halda að þau hafi eldað „óléttan“ kalkún

 

SHARE