Misheppnuð brjóstastækkun – Púðinn þrýstist út úr brjóstinu

Líkami hennar hafnaði fyllingunum

Hún borgaði 4 þúsund pund fyrir að láta stækka á sér brjóstin og var ekki kát þegar púðinn í öðru brjóstinu þrýstist út. Hún var í stærð A og lét stækka brjóstin upp í DD til þess að fara nú að líta út eins og kvenmaður en ekki strákur (að hennar sögn). Ekki var langt liðið frá aðgerðinni þegar hún fór að taka eftir að hægra brjóstið var stærra en það vinstra og var hart viðkomu og óþægilegt að koma við það. Svo skreið púðinn út. Læknar sögðu að líkaminn hefði hafnað efninu og settu annað efni í brjóstið. Eftir tvo mánuði kom púðinn sá út um sauminn sem var undir brjóstinu. Og nú var ekki hægt  strax að setja annan púða í brjóstið á henni svo að annað brjóstið var ósköp lítið en hitt býsna stórt og þannig var það í  sex mánuði.

 

Lauren fannst ömurlegt að vera með þessi misstóru brjóst og tróð fyllingu inn í brjóstahaldarann til að reyna að jafna brjóstastærðina. Nú hafa læknar einu sinni enn sett púða í brjóstin á Lauren. En hún varar stúlkur sem eru að hugsa um brjóstastækkun við hugsanlegum viðbrögðum líkamans. Ég  bara trúði ekki eigin augum þegar ég sá púðann þrýsta sér út úr brjósinu á mér, segir Lauren.

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here