Miss Delawere (24) svipt titlinum sökum aldurs – Mynband

Til eru stúlkur sem myndu allt gera til að öðlast þáttöku í fegurðarsamkeppni og hvað þá að hreppa vinningssætið. En reglurnar eru skýrar og ekki skiljanlegar öllum, en þannig getur stúlka sem eldri er orðin en 24 ára, ekki keppt til sigurs í Miss America.

Stúlkan sem vann hinn (eftirsóknarverða) titil Miss Delaware í júní 2014, var þannig svipt kórónunni og titlinum í síðustu viku – vegna þess að hún er orðin of gömul.

Nýr vinningshafi hefur þegar verið krýndur, en fyrrum Miss Delaware situr eftir með sárt ennið, hefur glatað skólastyrk sínum og segist “slypp og snauð, í viðræðum við lögmenn og gráti næst yfir þessum hörmungum”.

Ég lagði fram ökuskírteini mitt, fæðingarvottorð, sakavottorð og allt sem hugsast gæti að styðja myndi við umsókn mína. Ég hef ekkert gert af mér. Ekki neitt. En samt var ég svipt titlinum. Ég er eyðilögð. 

En skipuleggjendur eru harðákveðnir; Miss Delaware má ekki hafa náð 24 ára aldri og stúlkan sem hreppti titilinn er einfaldlega orðin of gömul til að keppa. Amanda Longacre er útbrunnin á sviði fegurðarkeppna og það fyrir það eitt að hafa fullorðnast á keppnistímabilinu sjálfu. 

Við óskum stúlkunni að sjálfsögðu velfarnaðar í framtíðinni og óskum henni til hamingju með sigurinn og fyrsta sætið. En hún verður að skila kórónunni. Hún átti afmæli meðan á keppnistímabilinu stóð og rauf þar með reglur keppninnar. Þessu getum við ekki unað og höfum sæmt aðra stúlku titlinum.

 

Hér má sjá umfjöllun USA Today og ítarlegt viðtal við hina niðurbrotnu fegurðardís:

 

SHARE