Missti 10 kg án þess að fara í megrun

Leikkonan Debra Messing sem er þekktust fyrir leik sinn grínþáttunum Will & Grace ákvað fyrir nokkrum árum að hún væri komin með nóg af því að vera stöðugt þreytt. Debra fór að borða næringarríkari fæðu og í kjölfarið missti hún tæplega 10 kíló án þess að fara á einhvern megrunarkúr.

Debra sagði í viðtali við ABC News að það hafi aldrei verið markmiðið hjá henni að létta sig heldur átti þyngdartapið sér stað í kjölfar þess að hún breytti viðhorfi sínu gagnvart næringu.

„I lost like 20 pounds. It wasn´t my intention, that wasn´t why I made the change. I made the change because I was just tired all the time. For a long time, I just accepted that was the plight of a working, single mother. You´re juggling everyday.“

Leikkonan var orðin þreytt á því að vera orkulaus og fór að setja orkumikla græna djúsa inn í daginn hjá sér. Hún segist byrja daginn á grænum djúsi sem inniheldur kál, spínat, sellerí, engifer, agúrku og sítrónu. Þegar Debra var við tökur í allt að 17 klukkutíma á dag fann hún hversu vel þessi drykkur nýttist henni.

Debra viðurkennir að hafa alist upp við skyndibitafæðu og nammi á hverjum degi. Hamborgarar, pítsur og franskar voru partur af daglegri fæðu hennar en hún þekkti nánast ekki grænmeti. Hún segist einbeita sér í dag að því að borða hreinni fæðu sem skili henni bæði fallegri húð og hári.

 

 

SHARE