Erik Örn Erlendsson ætlar að efla til fjáröflunar fyrir MND félagið og ætlar hann að hlaupa frá Olís í Norðlingaholti og alla leið á Selfoss. Hann mun hlaupa þann 25.september klukkan 10:00. Erik vill hjálpa þeim sem glíma við þennan sjúkdóm og vekja athygli á því að þau eru ekki ein. Erik þekkir vel til sjúkdómsins en amma hans lést þann 20.júlí síðastliðinn af völdum MND sjúkdómsins. Við fengum að heyra í þessum dugnaðarforki og spurðum hann aðeins út í sjúkdóminn og þetta frábæra framtak.

“Þú ert fangi í þínum eigin líkama”

Amma mín, Jónasína Þóra Erlendsdóttir, lést 20. júlí síðastliðinn af völdum MND sjúkdómsins. Aðal ástæðan fyrir að ég er að efla til þessarar fjáröflunar er sú að þessi sjúkdómur gaf mér og fjölskyldu minni svo rosalega slæmar minningar og ég vildi í raun bara hjálpa þeim sem eru að glíma við sjúkdóminn og láta þá vita að þau eru ekki ein. Ég get ekki ímyndað mér hvernig ömmu leið á þessum 3 árum og sérstaklega þegar hún var hætt að geta talað, hreyft sig og tjáð sig með nokkrum hætti. Þú ert fangi í þínum eigin líkama og ef ég get á einhvern hátt hjálpað þeim sem glíma við það þá geri ég það.

 

Viðbrögðin hafa ekki staðið á sér og fólk er jákvætt og tilbúið að styrkja fjáröflunina

Ég hef fengið ótrúleg viðbrögð og er óendanlega þakklátur þeim sem trúa á mig og hjálpa mér að safna pening fyrir þetta frábæra félag. Fólk er að styrkja svona hægt og bítandi en ég hef trú á að það fari að koma meira inn því sem nær dregur.

“Að horfa upp á manneskju sem er svona náin þér þjást er það versta sem hægt er að hugsa sér”

Það er hægt að lesa um sjúkdóminn og kynna sér hann og ég gerði það en guð minn almáttugur hvað þetta varð þúsund sinnum verra en ég hélt að það myndi yrði. Þetta er svo langur ferill en samt svo stuttur. Að horfa upp á manneskju sem er svona náin þér þjást svona bæði af sársauka við hverja einustu hreyfingu og líka andlega fyrir að vera svona föst, það er bara það versta sem hægt er að hugsa sér.

Það eru litlu hlutirnir sem gleðja

Það sem ég næ að safna inn getur verið notað í svo margt. Við vorum svo heppin að eignast Ipad  sem amma gat skrifað á með puttunum og notaði hann í nánast 1 og hálft ár og það hjálpaði henni afskaplega mikið. Við þurftum að kaupa nýjan fataskáp á hana og það eru svona þessir litlu hlutir sem skipta máli í þessari baráttu og það eru oftast litlu hlutirnir sem gleðja. Ég bið ykkur endilega um hjálpa mér.

MND er taugasjúkdómur sem leggst á viljastýrða vöðva eins og vöðva í höndum, fótum, raddböndum og á endanum, lungun. Sjúkdómurinn er ólæknandi enn sem komið er.

Hér fyrir neðan eru upplýsingar fyrir þá sem hafa áhuga á að styrkja þetta málefni. Þú getur svo fylgst með öllu saman á Facebook síðu Eriks en hana má finna hér.

Rkn. 0130-26-22022
Kt. 220291-2009

SHARE