Mjólkurhvítt manicure er málið #itsthenewblack

Mjólkurhvítar og vel snyrtar neglur koma sterkar inn á hásumri og það sem meira er; mjallahvítur liturinn er gullfallegur.

Svífandi léttur hvítur liturinn getur orkað seiðandi og skemmtilega kvenlegur við hvaða samsetningu sem er, allt frá gallabuxum og til síðkjóla. Á Instagram er að finna úrval af #manicure ljósmyndum sem sýna svart á hvítu að sumarliturinn í ár er klassískur, kvenlegur og léttur. Og ekki spilla fallegir fylgihlutir fyrir!

 

Undursamlega freistandi … í einu orði sagt. 

 

SHARE