Mjúkar hendur með réttum handáburði

Allir ættu að huga að heilbrigði húðar, líka á höndum. Mörg af okkar mikilvægustu augnablikum sem gerast á lífsleið okkar notum við hendur og fingur í.  Við gefum börnum okkar að borða, túlkum og tjáum okkur með höndum. Nánast öll helstu mannanna verk hafa verið gerð með höndum.

Álagið á húðina er því gríðarlegt yfir daginn og um ævina.  Með því að næra húðina spornum við gegn ýmsum meiðslum á húðinni og komum því í veg fyrir að bakteríur og veirur komist inn í blóðrás eða í önnur líffæri, ásamt pirring, ertingu og þurrk í húð.

Margt er hægt að gera til þess að sporna gegn því vandamáli að glíma við þurrk í húð. Meðal annars má nefna góða handáburði sem munu verða teknir fyrir hér að neðan. Ég valdi handaáburði sem ég þekki sjálf og nota við dagleg störf sem naglafræðingur og á heimili mínu. Þar má nefna handaáburði frá vörumerkjum Indigo Nails, Neonails og Ahava. Húðin er stærsta líffærið okkar, og mikilvægt að hugsa vel um hana.

Almennt um húðina og handáburði

Þurrar hendur er mjög algengt vandamál, sérstaklega á Íslandi. Mjög þurr húð er oft hrukkótt, hún flagnar auðveldlega, það sést roði, kláði og ertingur. Algengt er að mestu óþægindin séu þegar miklar veðrabreytingar eiga sér stað eins og á nýjum árstíðum en í verri tilfellum húðsjúkdómar.

Þegar ástandið er sem verst líkist húðin fiskhreistri. Það skiptir miklu máli varðandi þurra húð að hafa gott fituinnihald hornlags yfirhúðar, þannig nær hún að halda inni raka og vörn gegn umhverfinu.
Það sem gerist þegar yfirhúðin þornar, sem er ysta lag húðar missir hún teygjanleika sinn og á það til að springa og flagna. Fitukirtlarnir í húðinni og hæfni húðar til að halda inni rakanum minnka líka töluvert með aldrinum, einnig skipta erfðir máli. Algengir þættir sem spila inní eru til dæmis sífelldir handþvottar með vatni og sápu, mikil geislun frá sól og almennar veðurbreytingar, sérstaklega hérna á Íslandi, þar sem við förum frá heitum húsum og út þar sem veðrið er stöðugt að breytast.

Það eru til ýmsar meðferðir sem hægt er að nota til að sporna gegn þurrki og ertingu í húð. Sem dæmi má nefna er hægt að nota vettlinga, nota mildar sápur með gildi 5,5 pH, maska, djúphreinsikrem, paraffínvax meðferðir og handáburði.
Það er ekki svo algengt að fólk hugsi um húðina sína. Allir ættu þó að huga að mikilvægi þess að halda húðinni heilbrigðri, einnig á höndum.
Með því að næra húðina spornum við gegn ýmsum meiðslum á húðinni og komum í veg fyrir að bakteríur og veirur komist inn í blóðrás eða önnur líffæri. Ef að hendurnar eru þurrar og sárugar er meiri hætta á því að óhreinindi komist inn. Húðin er stærsta líffærið okkar, sem gegnir gríðalegu hlutverki varðandi vernd. Nokkur lykilefni sem við ættum að leitast eftir þegar að við skoðum handáburði eru m.a. Petrolatum, Shea butter, e- vítamín, Lanolin, Dimethicone, Hyaluronic acid, Glycerin, Lactic acid og Urea. En þetta er þó ekki tæmandi listi. 

Handáburðir sem hafa notið vinsælda inná Jamal.is eru m.a. frá Home Spa línunni okkar frá Indigo Nails og einnig handaáburðirnir frá Ahava.


Handáburður frá Indigo Nails 300 ml
Við erum með 10 mismunandi ilma af sama handaáburðinum sem fæst inná Jamal.is
Þessir handaáburðir eru framleiddir í Evrópu og njóta vinsælda á öllum Indigo naglastofum, ásamt þúsundir manna nota þá daglega.

Innihaldsefni m.a. Sæt almond olía, Shea Butter, cocoa butter, glycerine og E vítamín.
 

Ahava Mineral handáburðirnir  100 ml

Ahava húðvörurnar eru unnar úr Dauðahafinu í Jerúsalem, sem er stórt stöðuvatn á landamærum Ísreals og Jórdaníu. 6.400 kílómetra löng gliðnunarsprunga hefur myndast á síðustu 30 milljónum ára við klofnun Arabíu og Austur- Afríku. Dauðahafið er mun saltara en sjórinn, ástæðan fyrir seltu þess er sú að þar ríkir ekki jafnvægi á milliinnstreymis og útstreymis, og því eru engir fiskar í vatninu, aðeins smásæir þörungar og gerlar. Ahava framleiðir bæði snyrtivörur og húðvörur sem eru unnar úr dauðahafinu. Ahava hefur verið að framleiða snyrtivörur í 20 ár og nýtur vinsælda um allan heim.


Inniheldur m.a.
 21 mismunandi sölt, magnesium, calcium og potassium. Paraben-free og Vegan.


Þeir sem glíma við handaþurrk spá frekar í handáburðum, því það er að sjálfsögðu óþægilegt að vera með þurrar og sárugar hendur. Handáburðir eru misjafnir og með mismunandi áherslur, en þó eru þeir allir gerðir til þess að bæta ástand húðarinnar.

Áherslurnar geta verið til dæmis að handáburður gangi hratt inn í húðina, það gæti átt við fólk sem vinnur til dæmis með pappír og íþróttafólk þá eru Indigo Nails handaáburðirnir mjög hentugir og svo getur líka verið að fólk vilji hafa hann feitan. Einnig eru flestir handáburðir með ýmsum ilmum,sumir vilja aðeins náttúrulegar vörur, o.s.f.v. Hugum að húðinni okkar og hjálpum henni að haldast heilbrygðri. Nærum okkur rétt og reynum eftir bestu getu að huga að heilsunni okkar. Hlífum höndunum okkar fyrir kulda og eiturefnum. Hjálpum henni að halda fituefnunum og réttu sýrustigi.

Karitas Ósk Ahmed Þorsteinsdóttir

Útskrifaðist sem Naglafræðingur 2009 ásamt sem Förðunarfræðingur í London College of Fashion 2017 

Eigandi Snyrtivöruverslunarinnar Jamal.is og umboðsaðili nokkurra stærstu naglamerkja Evrópu, Indigo Nails og Neonail.

Instagram síða Jamal.is

Neglur eftir Karitas á Instagram

Jamal.is ætlar að gefa öllum lesendum Hún.is 15% afslátt af öllum vörum og kóðinn virkar til þriðjudagsins 20. september næstkomandi. Kóðinn er: hun

SHARE