Mjúkar súkkulaðibitakökur

Þessi æðislega uppskrift er frá Eldhússystrum. Þær bráðna í munninum!

Mjúkar súkkulaðibitakökur

  • 270 gr hveiti
  • 1,5 tsk maízena mjöl (má sleppa)
  • 1 tsk matarsódi
  • 1/2 tsk salt
  • 180 gr smjör, brætt
  • 170 gr ljós púðursykur
  • 50 gr sykur
  • 1 egg + 1 eggjarauða
  • 2 tsk vanillusykur
  • 240 gr súkkulaðibitar

Blandið saman hveiti, maízena mjöli, matarsóda, vanillusykri og salti í skál. Setjið til hliðar. 

Þeytið saman sykur og smjör þar til vel blandað. Þeytið egginu og eggjarauðunni saman við. 

Bætið þurrefnunum út í smjörblönduna og blandið saman með sleif eða sleikju. Bætið súkkulaðibitunum út í. Setjið filmu yfir skálina og kælið deigið í ca. 2 klst. Ef þið kælið það lengur en 4 klst þurfið þið að leyfa því að standa við stofuhita í ca. 30 mínútur.


Stillið ofninn á 170°c. Setjið ca. 2 msk af deigi fyrir hverja köku á bökunarplötu og bakið í 12 – 13 mín. eða þar til kökurnar eru farnar að brúnast. Miðjan á kökunum á að vera mjúk. 

Njótið 

Endilega smellið einu like-i á Eldhússystur á Facebook.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here