Módel í yfirstærð fær skammir fyrir að grennast

Rosie Mercado starfar sem módel í yfirstærð. Hún ákvað að taka líf sitt í sínar eigin hendur og missti hún í kjölfarið 108 kíló. Aðdáendur hennar voru ekki glaðir með ákvörðun hennar og fóru að senda henni hatursskilaboð. Einn þeirra gekk svo langt að segja að hún væri ekki lengur fyrirmynd hennar og hún ætti að gera öllum greiða og drepa sjálfa sig.

Sjá einnig: 10 stórglæsilega fyrirsætur í yfirstærð

Hún var ekki lengur hamingjusöm með stærð líkama síns, þar sem hún gat ekki lengur ferðast með flugvél eða gera margt af því sem hana langaði til að gera. Hún réði sér einkaþjálfara og næringarsérfræðing og náði þar með að byrja að léttast. Eftir svolítinn tíma í aðhaldi tók hún ákvörðun um að fara í magabandsaðgerð og sér hún ekki eftir því í dag.

SHARE