Módel með sjaldgæfan húðsjúkdóm nær langt

Chantelle Brown-Young er einungis 19 ára og hefur nú þegar vakið athygli fyrir einstakt útlit sitt en hún þjáist af húðsjúkdómi sem kallast vitligo eða skjallablettir. Sjúkdómurinn orsakar því að litlaus svæði myndast á líkamanum þar sem litaframleiðslan hættir á því svæði.

Þrátt fyrir þennan sjúkdóm hefur Chantelle ekki látið hann stoppa sig en hún komst inn í raunveruleikaþáttinn America´s Next Top Model. Þáttaröð númer 21 af þessum vinsæla þætti hefur göngu sína í sumar en það verður forvitnilegt að sjá hvernig þessari glæsilegu stelpu mun ganga.

Chantelle var strítt mikið í æsku fyrir útlit sitt og var uppnefnd ýmsum nöfnum líkt og „zebra“ og „milky“. Þó að æskan hennar hafi ekki verið dans á rósum er Chantelle mjög sjálfsörugg og ánægð með útlit sitt.

article-2622370-1DA50A1F00000578-216_634x418

chantellebrownyoung11

vitiligo4

SHARE