Móðir Charlize Theron skaut föður hennar

Þegar leikkonan Charlize Theron var einungis 15 ára varð hún vitni að því þegar móðir hennar, Gerda, skaut föður hennar sem var alkóhólisti og ofbeldisfullur. Nú þegar Charlize er orðin 39 ára, leikur hún í bíómynd sem minnir mikið á það sem hún upplifði sem unglingur.

Myndin ber nafnið Dark Places og fjallar um konu sem sér móður sína og systur drepnar þegar hún var 8 ára.

Í nýlegu viðtali við frönsku sjónvarpsstöðina TF1 viðurkenndi leikkonan að hlutverkið hafi rifið upp mikið af gömlum minningum sem hún nýtti sér til þess að bæta hlutverkið.

Charlize var í stuttri heimsókn heima hjá sér frá heimavistarskólanum sem hún var í á þessum tíma, þegar faðir hennar Charles Theron réðist á bæði hana og móður hennar. Hann var ölvaður og hótaði að skjóta þær mæðgur þar sem hann hélt á byssu. Gerda neyddist til að skjóta manninn sinn í sjálfsvörn en hún var aldrei dæmd fyrir að hafa orðið honum að bana heldur voru aðgerðir hennar álitnar réttar í ljósi aðstæðna.

Þegar Charlize tjáði sig í viðtalinu um hvað væri líkt í hennar tilfelli og í myndinni svaraði hún:

Þetta skoðar hvaða áhrif svona sálrænt áfall hefur á barn, sérstaklega þegar barnið er beðið um að tala um atburðarásina. Þetta er eitthvað sem ég get skilið, þetta er eitthvað sem ég hef upplifað í mínu lífi.

charlizefolksMS0501_468x340

Charlize ásamt foreldrum sínum

Sjá einnig: Slúðrið – Gwen sjóðheit – Sean og Charlize sæt saman – Myndir

SHARE