Móðir dansara MISSIR VITIÐ þegar sonurinn neglir 1989 túrinn með Taylor Swift

Hvar værum við öll á vegi stödd án elskandi mæðra – það er sannarlega ekki gott að segja. Sumar mæður láta þó stuðning sinn meira í ljós en aðrar og svo eru til þær mæður sem fá taugaáfall og öskra af gleði þegar börnum þeirra gengur vel.

Þannig fór alla vega þegar Robert nokkur Green, sem er atvinnudansari og var einn þeirra stálheppnu sem var valinn til að fylgja Taylor Swift eftir á sviði meðan á tónleikaferðalagi hennar – 1989 – stendur frá 5 maí nk. og fram í desember á þessu ári.

 Sjá einnig: Njósnar um eigin aðdáendur og birtist með gjafir

David hringir hér í móður sína og færir henni góðu fréttirnar – og konan gjörsamlega, algerlega og óhamið – fríkar út í símanum. Öskrar í heilar fimm mínútur af gleði – þar til sonur hennar er orðinn örmagna.

Þetta gerist í símtalinu:

Mamma, ég var valinn til að dansa í tónleikaferðalagi – um allan heim.

(stjórnlaust gleðiöskur móðurinnar)

Með Taylor Swift.

(enn hærra gleðiöskur)

David tók símtalið upp á myndband, eins og sjá má hér að neðan, en Taylor sjálf varð svo hrifin af myndbandinu að hún deildi tenglinum á Twitter og sagðist vera lánsöm að geta stigið á svið með fagfólki sem leggur svona mikið upp úr að vinna með henni.

Hér má sjá tíst Taylor – en myndbandið með David er fyrir neðan – makalaust!

screenshot-mashable.com 2015-05-03 19-19-17

SHARE