Móðir handtekin á leikvelli: Ýtti látnum syni í leikrólu yfir nótt

Óhugnarleg aðkoma lögreglunnar í Maryland á bandarískum leikvelli nú á föstudag minnti einna helst á atriði úr hryllingsmynd. Það voru vegfarendur sem gerðu sér grein fyrir því að vera móður við leikrólurnar hafði varað grunsamlega lengi, en þar hafði hún staðið um langt skeið og ýtt látnu barni sínu fram og til baka í einni leikrólunni.

Barnið var úrskurðað látið á staðnum og fór ekki milli mála að drengurinn, sem var 3 ára gamall þegar hann lést af óþekktum orsökum, hafði verið látinn það lengi að lífgunartilraunir hefðu engu skipt úr því.

Þó ekki sé með vissu vitað hversu lengi konan hafði staðið við leikróluna og ýtt látnum syni sínum fram og til baka er ekki óvarlegt að áætla að hún hafi eytt nóttinni á leikvellinum með dáið barnið í rólunni – og þannig komið deginum áður.

Konan var handtekin klukkan sjö að morgni og móðirin, sem er 24 ára gömul, var færð umsvifalaust færð á spítala til rannsóknar og læknisskoðunar. Engir sýnilegir áverkar fundust á líki barnsins en þó er ekki búið að útiloka að andlát litla drengsins hafi borið að með saknæmum hætti.

Fréttastofa AP greindi frá

SHARE