Móðir Hugh Jackman yfirgaf hann þegar hann var 8 ára

Hinn 44 ára Hugh Jackman opnaði sig í viðtali hjá 60 mínútum á dögunum og brast í grát á tímabili þegar hann ræddi fjölskylduna sína og þann dag sem móðir hann yfirgaf hann þegar hann var 8 ára gamall.

Hann sagði þetta í viðtalinu við Scott Pelley

Ég man daginn sem hún fór, hún var með handklæði á höfðinu og sagði bless við mig, það var eitthvað öðruvísi við þessa kveðju. Svo fór ég skólann þá var enginn í húsinu. Daginn eftir kom símskeyti frá henni frá Englandi en þá var mamma komin þangað og þar við sat.

Hugh á 4 eldri systkini og eftir að mamma þeirra fór hittu þau hana bara einu sinni á ári en þau áttu enn traustan föður til að halla sér að.

Pabbi minn er kletturinn í lífi mínu og ég lærði af honum allt um að vera traustur og trúr, að vera til staðar, daginn út og daginn inn, sama hvað á gengur.

Þó að Hugh sé heimsfrægur leikari þá hjálpar faðir hans honum að vera jarðbundinn og minnir hann á að fjölskyldan er það mikilvægasta í lífinu.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here