Móðir Jennifer Aniston látin

Móðir Jennifer Aniston (47), Nancy Dow er látin, 79 ára að aldri. Hún hafði glímt við veikindi í langan tíma og hafði fengið ítrekuð slög að undaförnu.

Sjá einnig: 6 hlutir sem Jennifer Aniston gerir á hverjum morgni

Jennifer og móðir hennar höfðu ekki talast við í 5 ár vegna ágreinings þeirra á milli, en Jennifer sagði að Nancy hafði alltaf verið mjög leiðinleg við hana. Hún gagnrýndi Jennifer harkalega, átti erfitt með að fyrirgefa og hélt uppi leiðindum í langan tíma.

Árið 1999 versnaði samband þeirra til muna eftir að Nancy gaf út bók, sem bar nafnið From Mother and Daughter to Friends og fjallaði hún ítarlega um allt líf Jennifer og samband þeirra mæðgna.

Nancy Dow lék sjálf í þáttum hér á árum áður og giftist hún sápuóperuleikaranum John Aniston árið 1965, en þau skildu síðan árið 1980.

Samband þeirra hélt áfram að versna með árunum og fann Jennifer það ekki í sér að bjóða henni í brúðkaup sitt og Justin Theroux í febrúar árið 2012.

Sjá einnig:Daily Mail kallar Jennifer Aniston feita eftir brúðkaupsferðina hennar

aa

aaa

SHARE