„Móðir mín var partur af lífi svo margra barna“

Móðir Joe Fraley er með Alzheimer. Hann skrifaði þetta um hana á síðuna sína og setti þetta myndband með.

„Móðir mín kenndi í mörgum skólum í 30 ár. Hún kenndi í framhaldsskólum og svo fór hún að kenna krabbameinssjúkum börnum nokkrum árum áður en hún fór að finna fyrir minnisleysi. Hún heitir Judy Farley og átti, í gegnum tíðina, þúsundir nemenda og var partur af lífi svo margra. Hún hjálpaði til við uppeldi systkina sinna þegar hún var að alast upp. Hún ól mig upp og systur mínar tvær og eftir að við fluttum að heiman tóku mamma og pabbi að sér 5 heimilislausa hunda og 4 villiketti. Hún er án efa sú indælasta og besta manneskja sem ég hef kynnst og var alltaf svo ósvikin. Ég mun alltaf sakna þess að spjalla við hana. Ég reyni alltaf að segja mér það að ég fæ þó að sjá hana á hverjum degi og segja henni hversu dásamleg móðir hún er, jafnvel þó hún skilji ekki allt sem ég segi.“

Í dag þekkir hún hann ekki og hún bregst ekki lengur við tónlist. Þetta var í eitt af seinustu skiptunum sem hún gerði það.

 

SHARE