Móðir og kærasta hennar hafa verið fundar sekar um að verða tveggja ára syni sínum að bana árið 2014. Þær lömdu hann svo illa að hjarta hans rifnaði og með þeim afleiðingum lést hann af áverkunum.

Sjá einnig: Börn sem fremja morð

Liam Fee fannst látinn með áverka sem hægt var að líka við þá sem verða þegar manneskja lendir í bílslysi, en móðir hans og kærasta reyndu að kenna öðru barni um verknaðinn.

Móðir hans Rachel Fee (31) og Naomi Fee (29) voru dæmdar í fangelsi eftir 7 vikna réttarhöld. Þær voru einnig dæmdar fyrir ofbeldi á hendur tveggja annarra barna, ásamt fyrir að hafa bent sök á annað barn, en ákærurnar voru alls 8 talsins.

Sjá einnig: 16 ára morðingi – Heimildarmynd

Árið 2012 voru þær fyrst sakaðar vanrækslu, vegna þess að þær skildu hann eftir í langan tíma í senn, fyrir að veita honum ekki næga andlega og líkamlega örvun, ásamt því að fara ekki með hann til læknis þegar hann var hand- og fótleggsbrotinn. Þær þvinguðu hann til að fara í ískalda sturtu, settu hann í búr og binda hann nakinn við stól í dimmu herbergi sem rottur og snákar voru í.

Konurnar sýndu lítil tilfinningaleg viðbrögð við réttarhöldin á meðan faðir drengsins Joseph Johnson var gráti næst í salnum.

Meinafræðingurinn komst að þeirri niðurstöðu að Liam var með 30 útvortis áverka, ásamt því að vera með mikla áverka á hjarta og maga.

Dómnefndin dæmdi svo að það skipti ekki máli hvor þeirra hafði veitt honum banahöggið, þar sem þær voru báðar viðstaddar verknaðinn og aðra glæpsamlega verknaði á hendur börnum.

Dauðdagi hans hefur verð skelfilega sársaukafullur og stað þess í að fara með hann á sjúkrahús, létu þær hann deyja á stofugólfinu heima hjá sér

Sjá einnig: Maður drekkir stjúpbarni sínu – Varúð skelfilegt myndband og alls ekki fyrir viðkvæma!

 

34C4167700000578-3617748-image-m-101_1464694469801

34C415DB00000578-3617748-image-a-85_1464693720741

34CAA2D900000578-3617748-image-a-122_1464695712674

34B0AA3B00000578-3617748-Liam_s_father_Joseph_Johnson_pictured_last_week_was_in_tears_as_-m-123_1464695722816

Faðir drengsins, Joseph Johnson var grét yfir öll réttarhöldin.

SHARE