Móðir stekkur af áttundu hæð með 10 mánaða barn sitt í fanginu, barnið lifði af – Myndband

45 ára gömul kona,  Cynthia Wachenheim stökk af áttundu hæð í blokk í Harlem, New York á miðvikudaginn. Konan, sem var lögfræðingur hélt á 10 mánaða gömlum syni sínum þegar hún stökk. Konan féll niður 8 hæðir og er talin hafa látist samstundis, en það var algjört kraftaverk að barnið lifði fallið af.

Nágrannar sem urðu vitni að þessum hræðilega atburði segja að konan hafi fallið til jarðað með barnið ofan á sér, barnið byrjaði strax að gráta og skreið um götuna. Vitni voru auðvitað afar hissa á því að barnið hafi lifað af en það hlýtur að teljast kraftaverk. Barnið, sem er lítill drengur, er nú á spítala en ekki er vitað hvort hann muni lifa.

Nágrannar segja að móðir og faðir barnsins hafi verið að rífast fyrr um daginn en yfirvöld hafa greint frá því að faðirinn hafi ekki verið heima þegar atburðurinn átti sér stað.

Lögreglan fann 7 blaðsíðna kveðjubréf frá konunni falið undir rúmi hennar og talið er að hún hafi þjáðst af fæðingarþunglyndi. Þetta er alveg hræðilega sorglegt og sýnir okkur  hvað fæðingarþunglyndi getur verið alvarlegt. Leitum okkur ALLTAF hjálpar ef við þjáumst af fæðingar eða meðgönguþunglyndi, það er engin skömm af því!

Hér getum við séð fréttir af þessum hræðilega atburði.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”kBcYR9TGZwk”]

SHARE