Móðir vekur mikla athygli vegna óléttubumbu sinnar

Hin danska Michella Meier-Morsi býr í Kaupmannahöfn og og gekk með þríbura. Hún deildi því á samfélagsmiðlum hvernig bumban stækkaði og vakti það mikla athygli af því kúlan var frekar óvenjuleg. Hún er því í dag með um 270 þúsund fylgjendur.

Hér er kúlan eftir 25 vikna meðgöngu en eftir þetta fór kúlan að „vaxa meira út“ og leit út fyrir að vera marin.

Michella átti fyrir 2 dætur með eiginmanni sínum, Mark, en hún eignaðist svo þríburadrengina Charles, Theodore og Gabriel þann 15. janúar síðastliðinn. Hún fór í keisaraskurð eftir 35 vikna meðgöngu.

Í einni færslu sem hún deildi þremur dögum fyrir fæðinguna viðurkenndi Michella að hún væri „ekki tilbúin“ til að fá 3 ný börn. „Ég er í alvöru ekki tilbúin að fá þrjú ungabörn. Í barnaskap mínum hélt ég að ég yrði á einhverjum tímapunkti tilbúin fyrir komu þeirra. Ef ekki væri fyrir allan sársaukann sem ég er að upplifa ættu þríburarnir að vera í maganum í mánuð í viðbót og þetta er allt frekar yfirþyrmandi.“

Hún sagðist vilja fara út í horn í fósturstellingu og gráta því þetta var allt svo óhugsandi.

Eftir fæðinguna sagði Michella að hún væri með tómleikatilfinningu í maganum en stútfullar hendur og hjarta af hamingju.

Michelle hefur verið mjög opin með það hvernig henni hefur liðið, andlega og líkamlega eftir meðgönguna.

Hún segir að maginn sé stór og þungur og valdi henni óþægindum.

SHARE