Mölfluga treður sér í eyrnagöng – VARÚÐ ekki fyrir viðkvæma

Mikey átti ekki sjö dagana sæla þegar hann uppgötvaði að hægri eyra var orðið stíflað. Eitthvað lifandi virtist hafa hreiðrað um sig þar með tilheyrandi suði og titringi sem gerði það að verkum að maðurinn var að ærast úr sársauka.

„Guð minn góður, ég held að ég þurfi að æla!“

Tilfinningin er Mikey óbærileg og hann leggst á gólfið, þjakaður af óþægindum og kvíða.

Fjölskyldan þyrpist í kringum vesalings manninn og einhver fer með plokkaratöng á kaf í eyrað á meðan að maðurinn er umkringdur snjallsímum til að kvikmynda björgunarafrekið.

Á þessum mjög svo taugatrekkjandi mínútum er bæði blótað og gargað og eru viðkvæmir lesendur sérstaklega varaðir við.

Varúð – ekki fyrir viðkvæma!

Mölur eða mölfluga er í raun fiðrildi sem einnig kallast guli fatamölurinn og lifir hann ágætis lífi í gömlum fataskápum hér á Íslandi.

SHARE