Mömmusnúðar

Mömmusnúðar.

Þetta eru græðgislega góðir snúðar. Það var hefð fyrir því að þetta var bakað í kílóavís þegar leitir voru að bresta á og þóttu ekki slæmar í nestið hjá smölunum. Þetta er frábær uppskrift og mjög góð í horn, vínarbrauð eða smjörköku.. en snúðarnir eru alveg snilld.

Snúðar
1 kg hveiti
2 tsk lyftiduft
1 ½ tsk kardimommuduft
100 gr sykur
200 gr smjör, smjörlíki eða góð matarolía
2 ½ dl mjólk
3 dl vatn
100 gr ger eða 2 pakkar þurrger
Smjörlíkið brætt. Mjólk og vatn hitað þannig að það sé sirka 37-40 gráðu heitt. Blandið öllum þurrefnum saman og síðan er öllu blandað saman og hnoðað vel.. Sett í skál og sett á heitan stað og stikki breitt yfir. Látið hefast þannig að degið stækki um helming. Þá er það hnoðað og skipt í fjóra hluta. Flatt út og kanilsykri stráð yfir og rúllað upp.

Fletið út degið, smyrjið með mjólk og drefið kanilsykri yfir áður en rúllað er upp.

Skorið í ca 1 ½ cm sneiðar og þeim raðað á plötu.

Skorið í ca 1 ½ cm sneiðar og þeim raðað á plötu.

 

Látið hefast um helming á plötunni.

 

 Látið kólna. Bræddu súkkulaði , góðum glassúr eða Nutella smurt yfir og þetta er tilbúið.

 

Mömmusnúðar.

 

SHARE