Mórall á vinnustaðnum

Ég hóf störf á hóteli úti á landi núna seinasta sumar og hef verið hér síðan. Í fyrstu þegar ég gekk inn fannst mér fólkið frábært og skemmtilegt og vel var tekið á móti mér. Ég er lítið feimin og það tók mig stutta stund að eignast ágætis vinkonur þar. Það var ekki fyrr en ég fór að leggja eyra við hlustir og lesa á milli línanna á innihaldslausu flaðri sem ég áttaði mig á því hvernig hlutirnir gengur fyrir sig á þessum vinnustað. Stanslaust baknag, lygar og leiðindi. Allir nýta tækifærið til að finna eitthvað að næsta manni eða vinnunni hans og gengur einn starfsmaðurinn svo langt að hringja á milli starfsmanna seint á kvöldin til að æla uppúr sér punktalaust allt sem nokkur gerði vitlaust þann daginn. Það er kannski óþarfi að segja frá því en ég entist ekki lengi og hætti nú fyrir stuttu og hefur ekki liðið svona vel lengi.

Eilítill minnismiðið fyrir ykkur nöðrurnar – hvernig þú kemur fram við annað fólk og talar um það segir miklu meira um þig en nokkurntíman þau. Að vinna á lokuðum vinnustað er hreinasta KVÖÐ ef mórallinn er ekki góður. Fullorðnist og sýnið náunganum smá samkennd og hættið að yfirfæra öll ykkar heimsins vandamál á næsta mann.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here