Morgunmatur fyrir hressa krakka með mjólkuróþol

Ljósmynd: Sóley Jónsdóttir

Hollur, næringaríkur og fljótlegur morgunmatur eða nesti í skólann og sérstaklega gerður fyrir þá sem þola illa mjólkurvörur. Ekki spillir að chiafræin eru einstaklega orkurík og því góð byrjun á deginum. Þau innihalda m.a. andoxunarefni, omega 3 fitusýrur, prótein, bór, magnesíum, járn, zink og fjölda snefilefna sem hjálpa til við frásog annarra næringarefna. Ég elska laktósafríiu vörurnar hennar Örnu, þær eru svo bragðgóðar, reyndar örlítið dýrari en alveg þess virði. Því fylgir líka góð tilfinning að styrkja lítið sprotafyrirtæki úti  á landi.

Að lokum þá skiptir máli að maturinn sé girnilegur og djúsí því þá borða krakkar hann frekar, þessvegna er upplagt að nota glas eða krukku undir þennan morgunmat svo þau sjái herlegheitin vel.

NB! ekki þola þó allir þeir sem eru með mjólkuróþol laktósafríar mjólkurvörur en margir.

Uppskrift:
175 g ab – skyr frá Örnu óhrært og laktósafrítt
1 msk chiafræ
1msk agavesíróp
1 dropi stevía
nokkur hindber
nokkrir bitar af melónu.
1 msk múslí

Aðferð:
Chiafræjum, agavesírópi og steviu hrært saman við skyrið með skeið. 
Til skiptis er melónubitum og hindberjum raðað í glas eða krukku ásamt skyrblöndunni. 
Auðvitað er hægt að nota hvaða ávexti sem er, stundum hef ég hrært saman lífrænum kakónibbum sem eru sérstaklega stein- og snefilríkar eða rúsínum. Múslí stráð yfir toppinn, má sleppa.

Verði ykkur að góðu!

SHARE