Muffins með súkkulaði – Uppskrift

Er ekki málið að baka um helgina?
Þessar eru ótrúlega góðar ég er mikil krem manneskja svo vanalega bý ég til vanillusmjörkrem og set smá topp á þær.

100 gröm smjörlíki
2 egg (meðalstór)
150 gröm sykur
1 desilíter kókómjólk
150 gröm hveiti
1 teskeið lyftiduft
100 gröm súkkulaði í bitum
100 gröm valhnetur í bitum (hægt að sleppa)

Bræddu smjörið í potti og láttu kólna.
Þeyttu egg og sykur saman í skál, þar til blandan verður létt og ljós.
Helltu kókómjólkinni í.
Blandaðu hveiti og lyftidufti saman og hrærðu saman við egjjablönduna.
Hrærðu valhneturnar og súkkulaðið í deigið.
Hellið í cirka 18 form og bakið í miðjum ofni við 175°C.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here