„Mun berjast við kvíða og þunglyndi allt mitt líf“

Árið 2017 var erfitt fyrir Selena Gomez. Hún hafði dregið sig útúr sviðsljósinu til að huga að heilsunni, en hún fékk nýtt nýra á árinu. Hún hætti með kærastanum sínum The Weeknd og byrjaði svo aftur með Justin Bieber.

Selena var á forsíðu mars tölublaðs Harper´s Bazaar þar sem hún segir frá baráttu sinni við þunglyndi og kvíða.

„Ég hef átt við mikið þunglyndi og kvíða að stríða og hef ekki falið það. Það mun aldrei koma sá dagur að ég verð áhyggjulaus í fallegum kjól og hugsa með mér að ég hafi sigrað! Ég held að þetta verði barátta sem ég á eftir að vera í allt mitt líf. Það er allt í lagi því ég veit að ég mun alltaf velja mig fram yfir allt annað. Ég byrjaði árið mitt á því og ég veit að ef ég huga að heilsunni minni þá verður allt annað í lagi,“ sagði Selena.

 

 

SHARE