Myndir úr afmæli dóttur Beyoncé

Dóttir söngkonunnar Beyoncé Knowles og Jay-Z, Blue Ivy, varð tveggja ára á dögunum og í tilefni dagsins leigðu foreldrar hennar dýragarðinn Jungle Island á Miami fyrir veisluna.
Fyrrum hljómsveitarmeðlimir Beyoncé úr Destiny´s Child þær Kelly Rowland og Michelle Williams voru á meðal gesta en einnig mætti teiknimyndafígúran landkönnuðurinn Dóra.
Svo virðist sem góðvinur foreldranna, Kanye West, hafi ekki séð sér fært um að mæta en hann samdi vögguvísu fyrir dömuna í afmælisgjöf.
Þrátt fyrir að einungis útvöldum hafi verið boðið í afmælið þá bætti Beyoncé aðdáendum sínum það upp með því að deila myndum úr afmælinu á Tumblr síðunni sinni.

SHARE